We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Heims​ó​s​ó​mi

from Kv​ö​ldlokka by Háskólakórinn

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $2 USD  or more

     

lyrics

Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast
og hennar hjólið snýr.
Skepnan tekur að skilja,
skapleg setning brast
og gamlan farveg flýr.
Hamingjan vendir hjóli niður til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
en leggst í spenning löndin, gull og garðar
en gætt er síður hins er meira varðar.

Þung er þessi plága
sem þýtur út í lönd
og sárt er að segja í frá.
Millum frænda og mága
magnast stríð og klönd,
klagar hver mest er má.
Á vorum dögum er veröld á hörðu reiki,
varla er undur þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er ei létt í leiki,
lögmál bindr en leysir peningurinn bleiki.

Hvört skal lýðurinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til;
Tekst inn tollur og múta,
taka þeir klausu þá
sem hinum er helst í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandri,
völdin efla flokka drátt í landi,
harkamálin hyljast mold og sandi,
hamingjan banni að þetta óhóf standi.

Svo er ágjörn augu
auðugs manns og brjóst
sem grimmt helvítis gin,
dofin sem drukkin í laugu,
þau draga til leynt og ljóst
auð, sinn æðsta vin.
Æ þess heldur sem hefur hann góssið meira,
heit ágirnin þyrstir á enn fleira,
líkt sem sjávarsandur og sprungin leira.
Sé eg ei nær að hönum mun illa eira.

Þú ert á þessu móti
með þvílíkt líf og sál
sem skilur við heiminn hér.
Þú ert ei gjörr af grjóti,
þú getr ei klæðst með stál,
þú flytur ei fé með þér.
Tak nú vara þér, tími er aftur að venda,
túlka ber þér fram í veginn að senda.
Herra Jesús láti oss lukku henda,
lífið gott og langt, en bestan enda.

-Skálds-Sveinn (15th century)

credits

from Kv​ö​ldlokka, released September 2, 2018
Composer: Bára Grímsdóttir (1960)
Author: Skáld-Sveinn

license

all rights reserved

tags

about

Háskólakórinn Reykjavík, Iceland

Háskólakórinn translates to "The University Choir" and is a mixed choir based in Reykjavik, Iceland. The choir was founded in 1972 and has a close relation to the University of Iceland.

contact / help

Contact Háskólakórinn

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Háskólakórinn, you may also like: